SEP
11. - 14.

Eldblóm

Suðureyri, Ísafjörður, Hólmavík og Patreksfjörður

Eldblóm - dansverk fyrir flugelda og flóru byrjaði sem dansverk, varð flugeldasýning sem varð að blómainnsetningu sem núna er orðið að drykk og ilm. Eldblóm - hvernig dans varð vöruhönnun er fyrirlestur/sýning þar sem Sigga Soffía leiðir áhorfendur inn í heim eldblóma. Hún útskýrir tenginguna milli blóma og flugelda og opnar augu krakkanna fyrir því hvaða möguleika blóm eða jurtir í umhverfi þeirra kunna að hafa til framhaldslífs, eins og að vera nýtt í ilmi eða drykki.